Upphafið

Komið þið sæl. Við erum Myrra Rós og Júlíus Óttar, hjónin sem standa á bak við framleiðslu Fjaðrafok. Við fluttum úr höfuðborginni þegar Júlíus hóf störf hjá föður sínum við orgelsmíði, viðhald og viðgerðir þeirra.

Ég hafði hins vegar ekki vinnu að ganga í svo ég byrjaði að hanna fyrsta vængja parið á orgelverkstæðinu hans Björgvins Tómassonar tengdapabba. Þar má segja að Fjaðrafok hafi tekið á flug. 

 

Lima01.jpg

VINNustofa á Stokkseyri

Vinnustofan okkar er staðsett í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar á Stokkseyri en Júlíus vinnur á sama stað. Björgvin var svo góður að leyfa mér að hreiðra um mig á vinnuborði við glugga á verkstæðinu, með útsýni út á bryggjuna og hafið hér við ströndina. Hér sveima hrafnar og hinir margvíslegu fuglar dag hvern og veita innblástur í smíðina.

útsýni.jpg
Mahogany_detail.jpg

Vængirnir

Grunnur vængjanna er unnin úr mismunandi viðartegundum, þó aðallega birki og furu. Fjaðrirnar eru unnar úr hnotu, mahóní og birki.

Efniviðurinn í vængina er afgangsviður sem fellur til í Orgelsmiðjunni og einnig efni sem við fáum oft gefins frá öðrum aðilum sem geta ekki nýtt afganga. Hvert par af vængjum frá okkur er einstakt þar sem hvert og eitt er handgert frá upphafi til enda. Frá mótun grunnsins til fjaðranna sem einnig eru mótaðar, límdar og litaðar í höndunum. 

Einstök íslensk hönnun fyrir heimilið

 

Upphaf þessa ævintýris hófst árið 2016. Síðan þá hef ég unnið að hverri tegundinni af vængjum á fætur annari og leikið mér með útfærslur og efnivið til að finna út hvað virkar fyrir hönnunina og hvað ekki. Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og það verður gaman að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Fjaðrafok.

Vængirnir hafa farið langa leið frá upphafi sínu en hér að neðan má sjá myndir af fyrsta parinu sem ég smíðaði upp úr afskurðar kassa inni í vélasal á orgelverkstæðinu. Ég áttaði mig fljótlega á því að fjaðrirnar urðu að vera mun þynnri. í raun örþunnar til að ég gæti sveigt viðinn eins og mig dreymdi um að gera. 

Fyrsta parið í kassanum innan um efnið sem hann varð til úr.

Fyrsta parið í kassanum innan um efnið sem hann varð til úr.

Þeir fundu heimili á góðum stað. 

Þeir fundu heimili á góðum stað. 

Hér að neðan má sjá fjórar gerðir af vængjum sem okkur fannst heppnast vel og við ákvaðum að hefja framleiðslu á.

 

 

 

VARGUR

Svartir, lakkaðir

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hver vængur er um 22-25 cm langur. Vængirnir standa út frá vegg og drjúpa niður. Þessir koma á platta eins og VÆRA eða með festingum fyrir skrúfur á hvoran væng.

Hvert par tekur um 8 klst. í vinnslu.

Þessa er einnig hægt að panta í stærri stærð ef óskað er eftir því. 

Koma í svörtum og náttúrulegum lit og lakkaðir. 

29.000 kr. / 240 € / 290 USD

VÆRA Náttúrulegir, lakkaðirFáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)Hver vængur er um 25-28 cm langur. Vængirnir standa út af platta og vísa upp.Hvert par tekur um 8 klst. í vinnslu.Vænghaf um 25-30 cm.Koma í svörtum og náttúrulegum l…

VÆRA

Náttúrulegir, lakkaðir

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hver vængur er um 25-28 cm langur. Vængirnir standa út af platta og vísa upp.

Hvert par tekur um 8 klst. í vinnslu.

Vænghaf um 25-30 cm.

Koma í svörtum og náttúrulegum lit og lakkaðir. 

29.000 kr. / 240 € / 290 USD

VARGURNáttúrulegir, lakkaðirFáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)Hver vængur er um 22-25 cm langur. Vængirnir standa út frá vegg og drjúpa niður. Þessir koma á platta eins og VÆRA eða með festingum fyrir skrúfur á hvoran væng.Hver…

VARGUR

Náttúrulegir, lakkaðir

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hver vængur er um 22-25 cm langur. Vængirnir standa út frá vegg og drjúpa niður. Þessir koma á platta eins og VÆRA eða með festingum fyrir skrúfur á hvoran væng.

Hvert par tekur um 8 klst. í vinnslu.

Þessa er einnig hægt að panta í stærri stærð ef óskað er eftir því. 

Koma í svörtum og náttúrulegum lit og lakkaðir. 

29.000 kr. / 240 € / 290 USD

VÆRA Svartir, lakkaðirFáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)Hver vængur er um 25-28 cm langur. Vængirnir standa út af platta og vísa upp.Hvert par tekur um 8 klst. í vinnslu.Vænghaf um 25-30 cm.Koma í svörtum og náttúrulegum l…

VÆRA 

Svartir, lakkaðir

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hver vængur er um 25-28 cm langur. Vængirnir standa út af platta og vísa upp.

Hvert par tekur um 8 klst. í vinnslu.

Vænghaf um 25-30 cm.

Koma í svörtum og náttúrulegum lit og lakkaðir. 

29.000 kr. / 240 € / 290 USD

MYRKVI (Horft örlítið upp undir vængi)Svartir, lakkaðirFáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)Hvor vængur er um 30-35 cm að lengd. Frá vegg að lengsta punkti frá vegg um 25-30 cm. Vængir vísa upp en lengstu fjaðrirnar drjúpa niður. …

MYRKVI (Horft örlítið upp undir vængi)

Svartir, lakkaðir

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hvor vængur er um 30-35 cm að lengd. Frá vegg að lengsta punkti frá vegg um 25-30 cm. Vængir vísa upp en lengstu fjaðrirnar drjúpa niður. Sjá næstu mynd.

Hvert par tekur um 12 klst. í vinnslu.

Vænghaf er um 40-50 cm.

49.000 kr. / 400 € /490 USD

MYRKVI (Frá hlið)Svartir, lakkaðirFáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)Hvor vængur er um 30-35 cm að lengd. Frá vegg að lengsta punkti frá vegg um 25-30 cm. Vængir vísa upp en lengstu fjaðrirnar drjúpa niður. Hvert par tekur …

MYRKVI (Frá hlið)

Svartir, lakkaðir

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hvor vængur er um 30-35 cm að lengd. Frá vegg að lengsta punkti frá vegg um 25-30 cm. Vængir vísa upp en lengstu fjaðrirnar drjúpa niður. 

Hvert par tekur um 12 klst. í vinnslu.

Vænghaf er um 40-50 cm.

49.000 kr. / 400 € /490 USD

VALKYRJANáttúrulegir, lakkaðir.Geta einnig verið svartir ef óskað er eftir því.Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)Hvert par tekur um 12 klst. í vinnslu.Hvor vængur er um 40-50 cm . Vængir vísa upp.Vænghaf er um 50-55 cm. Það fer…

VALKYRJA

Náttúrulegir, lakkaðir.

Geta einnig verið svartir ef óskað er eftir því.

Fáanlegir í Hnotu, mahóní og Fuglsauga (Birds eye maple)

Hvert par tekur um 12 klst. í vinnslu.

Hvor vængur er um 40-50 cm . Vængir vísa upp.

Vænghaf er um 50-55 cm. Það fer eftir því í hvaða stöðu þeir eru stilltir. Hægt er að losa og herða skrúfur aftan á til að stilla stöðu vængjanna.

49.000 kr. / 400 € /490 USD

VALKYRJA (From the side)

VALKYRJA (From the side)

Vinsamlegast athugið að hvert par er einstakt. Þessar fjórar gerðir hafa hver um sig sín sérkenni en engin tvö vængjapör verða nokkurn tíma alveg eins. Ég reyni hinsvegar að halda þeim eins svipuðum og ég get en litur og lögun hvers pars mun alltaf skeika örlítið frá vængjunum á myndunum hér að ofan. Mér finnst stór partur af gleðinni við þetta allt saman hinsvegar vera að sjá vængina verða til. Maður veit í raun aldrei alveg hvernig þeir enda. 

Við tökum á móti pöntunum í gegn um póstfangið:

fjadrafokwoodworks@gmail.com

Facebook: Fjaðrafok

Instagram: fjadrafok_woodworks

eða í síma (00354) 6941035

Myrra

Myrra Rós Þrastardóttir

Hönnuður / Vængjasmiður og draumórakona

Mynd: Alex Weber

Júlíus

Júlíus Óttar Björgvinsson 

Aðstoðarmaður / sérfræðingur í festingum og faglegur ráðgjafi

Mynd: Katla Hreiðars

Hafðu samband

Fjaðrafok vinnustofa

Hafnargata 9,

825, Stokkseyri

Iceland


Myrra Rós

(00354) 6941035

fjadrafokwoodworks@gmail.com